Skotfimikeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Egilshöllinni í dag. Viktoría Erla Þ. Bjarnarson úr SR setti nýtt Íslandsmet í unglingaflokki í loftriffli á mótinu.
Viktoría sem er aðeins 15 ára gömul tryggði sér með Íslandsmetinu, sem var 331,2 stig, silfurverðlaun á mótinu í loftriffli kvenna en sigurvegari var Jórunn Harðardóttir úr SR með 399,2 stig. Þórey Inga Helgadóttir úr SR varð þriðja með 295,9 stig.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 593,0 stig, Theódór Kjartansson úr SK varð annar með 564,8 stig og í þriðja sæti varð Róbert Vincent Ryan úr SR með 550,5 stig.
Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 576 stig, annar varð Thomas Viderö úr SFK með 559 stig og í þriðja sæti Jórunn Harðardóttir úr SR með 552 stig.
Að móti loknu valdi mótsstjórnin þau Ásgeir Sigurgeirsson og Viktoríu Erlu Þ. Bjarnarson skotkarl og skotkonu mótsins.