Glæsileg tilþrif á skautum (myndir)

Eva Dögg Sæmundsdóttir var í 4. sæti í junior ladies-flokknum …
Eva Dögg Sæmundsdóttir var í 4. sæti í junior ladies-flokknum um helgina. Sportmyndir.is

Keppni í listhlaupi á skautum á WOW Reykjavik International Games fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Um 90 keppendur tóku þátt þar af um 40 erlendir af 15 mismunandi þjóðernum. Í kvennaflokki (senior ladies) sigraði Karly Robertson frá Bretlandi og í drengjaflokki (junior men) Yamato Rowe frá Filippseyjum.

Ísland átti ekki keppendur í elsta flokknum en níu íslenskar stúlkur tóku þátt í næstelsta flokknum (junior ladies). Í þeim flokki sigraði Morgan Flood frá Azerbaijan en efst íslensku stúlknanna var Eva Dögg Sæmundsdóttir sem var í 4. sæti. Einnig var keppt í flokkum yngri skautara og má finna öll úrslit keppninnar á iceskate.is.

Mótið um helgina var sérlega vel heppnað og mikil ánægja með fjölda erlendra þátttakenda. Mörg glæsileg tilþrif sáust á svellinu eins og meðfylgjandi myndir sem teknar voru á sunnudaginn bera með sér. 

Karly Robertson frá Bretlandi var í 1.sæti í senior ladies-flokknum.
Karly Robertson frá Bretlandi var í 1.sæti í senior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
Yamato Rowe frá Filippseyjum var í 1. sæti í junior …
Yamato Rowe frá Filippseyjum var í 1. sæti í junior men-flokknum. Sportmyndir.is
Þuríður Björg Björgvinsdóttir var í 9. sæti í junior ladies-flokknum.
Þuríður Björg Björgvinsdóttir var í 9. sæti í junior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
Yann frechon frá Frakklandi var í 2. sæti í junior …
Yann frechon frá Frakklandi var í 2. sæti í junior men-flokknum. Sportmyndir.is
Brooklee Han frá Ástralíu var í 2. sæti í senior …
Brooklee Han frá Ástralíu var í 2. sæti í senior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
Sam McAllister frá Írlandi var í 3. sæti í junior …
Sam McAllister frá Írlandi var í 3. sæti í junior men-flokknum. Sportmyndir.is
Jade Rautiainen frá Finnlandi var í 3. sæti í junior …
Jade Rautiainen frá Finnlandi var í 3. sæti í junior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
Shaline Rugegger frá Sviss var í 3. sæti í senior …
Shaline Rugegger frá Sviss var í 3. sæti í senior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
Sofia Maarouf frá Frakklandi var í 4. sæti í senior …
Sofia Maarouf frá Frakklandi var í 4. sæti í senior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
Morgan Flood frá Azerbaijan sigraði í junior ladies-flokknum.
Morgan Flood frá Azerbaijan sigraði í junior ladies-flokknum. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert