14 og 18 punda urriðar á land á Þingvöllum

Stór urriði fær frelsið eftir viðureign við veiðimann
Stór urriði fær frelsið eftir viðureign við veiðimann Mynd Hilmar Hansson

Fyrstu fréttirnar úr Þingvallavatni eru góðar miðað við það sem við heyrum frá veiðimönnum sem eru við veiðar í dag.

Við höfum frétt af einum sem fékk tvo urriða í morgun, 14 punda og 18 punda.  Báðir voru þeir teknir á flugu og sleppt aftur að viðureign lokinni.  Veiðimaðurinn sá vildi ekki gefa upp staðsetninguna sína í fjölmiðlum en sagði þó að hann væri ekki í Þjóðgarði eða Þorsteinsvík heldur í almenningi þar sem fáir legðu leið sína.  Við vonumst eftir myndum af þessum stórfiskum sem allra fyrst.

Í þjóðgarðinum eru nokkrir góðkunningjar okkar og þeir hafa tekið eina eða tvær bleikjur hver en annars eru fáir eða nokkur í einhverri mokveiði enda á engin von á því 1. maí.  Besta veiðin í vatninu hefur gjarnan verið frá miðjum maí fram í miðjan júní en það getur breytt miklu ef tíðarfarið er gott.

Við hvetjum ykkur til að senda okkur veiðimyndir og frásagnir af ykkar veiðitúrum því við drögum einn vinningahafa á viku sem fær glæsilegt flugubox frá Vesturröst fyrir innsendu fréttina.  Sendið okkur póst á veidi@mbl.is

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka