Skorradalsvatn ekki dautt úr öllum æðum

Stórbleikja úr Skorradalsvatni
Stórbleikja úr Skorradalsvatni Mynd: Birgir Hauksson

Skorradalsvatn hefur verið mikið í umræðunni hjá veiðimönnum eftir að myndir af malartekju í Fitjá birtust á samfélagsmiðlum sem ollu mikilli hneykslun.

Menn töldu að þetta myndi skaða hrygningarstöðvar urriðans og hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir vatnið.  Urriðin er ekki náttúrulegur stofn í vatninu, heldur var honum sleppt í það fyrir um 30 árum síðan og hafa margir af þeim veiðimönnum sem veiddu vatnið fyrir þessar sleppingar talið að bleikjuveiðin í vatninu hafi beðið skaða af.  Það er ljóst að víða fer urriðin og bleikjan ágætlega saman eins og í Þingvallavatni þannig að það er líklegast erfitt að fullyrða um að önnur tegundin éti hina út úr vistkerfinu eða spilli afkomu hennar á einhvern annan hátt.  Stangveiði í Skorradalsvatni hefur aldrei verið mikil en nokkuð hefur þó að jafnaði veiðst í net.  Bleikjan var og er þekkt fyrir að verða mjög stór þarna og gæti það stafað af góðu fæðuframboði til jafns við litla veiðiástundun sem oft sér um hæfilega grisjun í vinsælum veiðivötnum.

Núna á síðustu árum hefur stangaveiðin aftur á móti verið á uppleið í Skorradalsvatni hvernig sem á því stendur og margir veiðimenn gert mjög fína veiði.  Það sem vantar í alla umræðuna er krafan um að lífríki vatnsins verði rannsakað frekar og að öllum tilraunum með frekari sleppingar á seiðum og malarrót á ætluðum hrygningarsvæðum verði aflagt þangað til að nægileg þekking liggi fyrir um vistkerfið.  Svona til gamans fengum við mynd frá Birgi Haukssyni sem sýnir boltableikju úr Skorradalsvatni sem veiddist þar fyrir fáum árum, rétt til að sýna að þeir eru ennþá til í vatninu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert