60% meiri laxveiði miðað við árið í fyrra

Góð veiði er í laxveiðiánum þessa dagana
Góð veiði er í laxveiðiánum þessa dagana Mynd: KL

Landssamband Veiðifélaga birtir nýjar veiðitölur í dag og niðurstaðan er sú að veiðin núna er um 60% betri en í fyrra.

Allar forsendur eru fyrir því að þetta verði eitt af bestu árunum í stangveiðinni ef göngur verða jafn kröftugar og þær hafa verið.  Vatnsstaðan í ánum er mikið betri en hún hefur verið og ár eins og Grímsá, Norðurá, Haffjarðaá, Þverá og Laxá í Kjós verða í kjörvatni út júlímánuð þó að líitð sem ekkert rigni.  Ef nægur lax er í ánum við þær aðstæður verður veiðin betri og það hljóta allir að kætast yfir því.  Eins og sjá má á topp 10 ánum sem við tókum út á síðunni hjá www.angling.is þá fer þetta sumar afskaplega vel af stað og það verður spennandi að sjá hvernig þessi listi lítur út eftir viku.

Veiðivatn Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2012
Norðurá 26. 6. 2013 350 12 953
Þverá + Kjarará 26. 6. 2013 217 14 738
Blanda 26. 6. 2013 167 12 832
Haffjarðará 26. 6. 2013 135 6 1146
Langá 26. 6. 2013 115 8 1098
Elliðaárnar. 26. 6. 2013 80 4 830
Eystri-Rangá 26. 6. 2013 73 4 3004
Flókadalsá, Borgarf. 26. 6. 2013 66 3 300
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 26. 6. 2013 53 14 4353
Grímsá og Tunguá 26. 6. 2013 52 8 481
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert