Góður morgun í Elliðaánum

<span><span><span><span>Góð veiði er í Elliðaánum þessa dagana enda er mikið af laxi í ánni og laxinn er kominn upp um alla á.</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Í skeyti frá Ólafi E. Jóhannssyni Formanni Árnefndar var morguninn í morgun frábær en 17 löxum var landað og nokkrir í viðbót sem sluppu.  </span></span></span></span>

Hirtu veiðimenn 8 þessara laxa sem þýðir að allar stangir náðu kvótanum. 9 löxum var sleppt. 6 fiskar fengust á maðk en 11 á flugu, flestir á smáa svarta Frances túbu. Þannig fengust í morgun laxar m.a. í Hundasteinum, Hrauni, Símastreng, Neðri Kistu og í Höfuðhyl sem allir eru í efri hluta Elliðaánna. Óvenju vænir laxar eru að veiðast í Elliðaánum í sumar. Þannig var stærsti laxinn í morgun 81 cm. langur, en honum var sleppt. Sá stærsti sem náðst hefur í sumar var 91 cm. og 6,9 kg segir Ólafur.  Ennþá eru laus leyfi í haustveiðina og leyfin má nálgast á www.svfr.is

<span><span><span><span> </span></span></span></span>
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert