Þau mistök urðu á grein sem birtist í dag að veiði sem var í Grímsá var ætluð Laxá í Kjós og við leiðréttum það hér með.
Þrátt fyrir að gangurinn í Laxá í Kjós sé góður og allt rétt um það að segja var síðasta holl þar ekki með 44 laxa heldur var það í Grímsá. Í báðum ánum er mikill fiskur að ganga og þær báðar í góðu vatni en veitt er á 6 stangir í Grímsá en 8 stangir í Laxá. Einhverjar örfáar stangir gætu verið lausar í þær í sumar en miðað við góða veiði verða þær líklega fljótar að fara. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér það áttu að hafa samband við leigutaka á heimasíðu þeirra á www.hreggnasi.is.
Við biðjumst aftur velvirðingar á þessum mistökum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |