Fyrstu laxarnir sem veiddust í Soginu komu upp úr svæðinu sem nefnist Alviðra og loksins eru fréttir af ferðum laxa á Bíldsfelli.
Jón Ingi Kristjánsson sem margir veiðimenn þekkja úr Vesturröst var við veiðar á miðvikudaginn á Bíldsfelli en það svæði þekkir hann ákaflega vel. Hann setti í 5 laxa en tökurnar voru mjög grannar og þessir laxar sluppu líklega fegins hendi frá þeim hildarleik. Sogið fer venjulega ekki í gang fyrr en fyrstu dagana í júlí þannig að þetta veit á gott ef laxinn er mættur upp eftir svona snemma. Veiðimenn sem voru á ferð upp á Laugarvatn stoppuðu við brúnna yfir Sogið og sáu töluvert af laxi stökkva á Breiðunni ofan við brúnna og nokkra þeirra væna. Líklega var þetta ganga á leiðinni upp úr en engin veiðimaður var við bakkann þegar þetta gekk yfir. Sá sem hefði staðið þarna hefði líklega gert góða veiði.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |