Skjálfandafljót komið yfir 60 laxa

Grétar ásamt föður sínum Sigvalda sem heldur á maríulaxi þess …
Grétar ásamt föður sínum Sigvalda sem heldur á maríulaxi þess fyrrnefnda

Samkvæmt veiðitölum frá Landssambandi Veiðifélaga er Skjálfandafljót ásamt Miðfjarðará þær ár sem eru fyrstar í gang og með bestu veiðina á norðurlandi það sem af er sumri.

Veiðin í Skjálfandafljóti fór gífurlega vel af stað þegar 17 löxum var landað í opnunarhollinu en það frábær opnun miðað við allar forsendur sem hægt væri að gefa sér.  Uppistaðan í veiðinni er tveggja ára lax en það má bara tíðindum sæta ef smálax veiðist í fljótinu fyrstu dagana en nokkrir voru þeir samt sem veit á gott fyrir frekari smálaxagöngur.  Það sem kemur líka á óvart er að heildarveiðin er yfirleitt um 500-600 laxar og er þá samt nokkuð um lausar stangir sem segir kannski meira en nokkuð annað um laxgengdina þarna.  Það er Lax-Á og Stangaveiðifélag Akureyrar sem selja leyfin í Skjálfandafljót, Lax-Á með laxasvæðið en SVAK með silungasvæðið, en þar er jafnan ágæt laxavon líka.  Við birtum skemmtilega mynd sem við fengum senda frá Stefáni Sigurðssyni hjá Lax-Á en hún er af feðgunum Sigvalda og Grétari Jóhannesi Sigvaldasyni þegar þeir voru við veiðar í Neðri Skjálfandafljóti.  Þar fékk Grétar sem er 7 ára maríulaxinn sinn í veiðistaðnum Útfall.  Laxinn var 10 pund og mældist 84 sm.  Við óskum hinum knáa veiðimanni til hamingju með laxinn sinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert