Tóku kvótann á fjórum tímum í Korpu

Jón Ingi og Dagur Breki með flotta veiði úr Korpu …
Jón Ingi og Dagur Breki með flotta veiði úr Korpu í gær. Mynd: Júlíus Ásbjörnsson

Korpa er komast í góðan gang og nýtur þess að vera í frábæru gönguvatni en mikið af laxi hefur verið að ganga í ána síðustu daga.

Við kíktum aðeins í nokkra veiðistaði í gærmorgun og þá voru líklega um 20-30 laxar í Berghyl, allir nýgengnir í ána.  Þegar sami staður var skyggndur nokkrum tímum síðar var hann tómur en næstu staðir þar fyrir ofan aftur á móti með nokkra laxa í hverjum hyl.  Laxinn virðist stoppa mjög lítið á neðstu stöðunum þegar svona gott vatn er í ánni og gengur hratt upp eftir. Júlíus Ásbjörnsson kíkti í ána ásamt vöskum félögum sínum í gær og voru þeir búnir að ná kvótanum, sem er átta laxar, eftir aðeins fjóra tíma við ána.  Samkvæmt Júlíusi var lax í flestum veiðistöðum alveg frá ós og upp að stíflu.  Töluvert er laust í ána í júlí og það má benda áhugasömum að skoða lausa daga á heimasíðu leigutaka www.hreggnasi.is

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert