40-50 laxar á dag í Blöndu

Erlendur veiðimaður með flottan lax úr Blöndu í morgun
Erlendur veiðimaður með flottan lax úr Blöndu í morgun Mynd: www.lax-a.is

Blanda er komin í gang og gott betur en það en stangirnar sem voru við veiðar í morgun voru komnar með dagskvótann, sem er 12 laxar á stöng, fyrir hádegi.

„Það telur hratt þegar það eru að koma upp 40-50 laxar á dag" segir Stefán Sigurðsson hjá Lax-Á en Blanda nálgast óðum 300 laxa en verður með þessu áframhaldi komin í 500 laxa fyrir lok vikunnar, jafnvel meira.  Mikill lax er að ganga og mest af því er fallegur tveggja ára lax.  Mest veiðist að venju á svæði I en menn sem hafa aðeins kíkt á svæði II hafa orðið varir við laxa sem eru á hraðri göngu upp ána.  

Af öðrum ám hjá Lax-Á eru líka góðar fréttir en Ytri Rangá er að komast í 100 laxa og Skjálfandafljót er komið í 70 laxa.  Í báðum ánum er lax að ganga og það er sama staðan þar sem víða ídag, mikið af laxinum er vænn tveggja ára lax sem svo sárlega vantaði í fyrra.  Það eina sem gæti spillt gleðinni á norðurlandi þessa vikuna er veðrið en það er spáð norðanátt og kólnandi veðri sem kallar bara á hlýrri fatnað og meira heitt kaffi í bílnum því það þarf meira en smá kulda til að hægja á veiðimönnum þessa dagana þegar árnar eru að komast á fullt skrið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert