Fyrstu laxarnir úr Hvannadalsá

85 sm hrygna úr Djúpafossi.
85 sm hrygna úr Djúpafossi. lax-a.is

Erfitt hefur verið að stunda stangveiði í ánum við Ísafjarðardjúp það sem af er sumri vegna mikilla vatnavaxta, en óvenju mikil snjóalög eru þar til fjalla.

Á vef Lax-a sem annast sölu á veiðileyfum í Hvannadalsá og Langadalsá er sagt frá því nú horfir betur við og vatn sé tekið að sjatna í báðum ánum. Langadalsá mun vera í flottu vatni og en er enn helst til köld, en hún hafði í gær gefið 13 laxa. Hins vegar er Hvannadalsá er enn mjög vatnsmikil en er þó tær.

Greint er frá ferð þeirra félaga Ágústs Heimi og Atla Árdal sem náðu fyrstu löxunum úr Hvannadalsá í síðustu viku. Greindu þeir frá því að gríðarlega mikið vatn hefði verið í öllum ánum í inndjúpinu og Hvannadalsáin hefði nánast verið óveiðandi fyrstu daganna.

Þeim hafði þó tekist að veiða fyrsta laxinn í ómerktum stað skammt fyrir ofan Langholtsfljóti á fyrstu vaktinni sem reyndist vera grálúsug hrygna 75 sentímetra hrygna. Daginn eftir hefðu þeir misst lax í Djúpafossi í miklu vatni eftir snarpa baráttu og þar sáu nokkra til viðbótar.

Það var svo síðasta daginn sem þeir settum í 85 sentímetra hrygnu í Djúpafossi og sem landað var niður í Árdalsfljóti. Fram kom hjá þeim að vatnsmagnið væri óðum að sjatna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.
100 cm Laxá í Aðaldal Björgvin Krauni Viðarsson 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka