Ágæt veiði í Breiðdalsá og Jöklu.

Nils heldur á 96 sm laxi sem hann veiddi um …
Nils heldur á 96 sm laxi sem hann veiddi um helgina í Fögruhlíðará á svokallaðn Bismo/Sunray. Nils Folmer

Samkvæmt upplýsingum frá Veiðiþjónustunni Strengjum, sem sér um leigu á svokölluðu Jöklusvæði, hefur veiði verið þar með ágætum undanfarið og árnar við það að ná þriggja stafa tölu. 

Erlendur veiðimaður sem var til að mynda á bleikjuveiðum í ósi Fögruhlíðarár fyrir stuttu setti í þrjá laxa, en slíkt er harla óvenjulegt því laxinn veiðist yfirleitt mun ofar í ánni.

Þá veiddi danski veiðimaðurinn Nils Folmer um helgina í Jöklu og Fögruhlíðará og landaði 16 löxum á tveimur dögum. Kvaðst hann hafa orðið var við talsvert af fiski í Fögruhlíðará og hitti þar á göngu. Landaði hann þar meðal annars 96 sentímetra fiski og öðrum úr Jöklu sem var 97, sem eru laxar nálægt 20 pundum.  

Þá mun vera ágætur gangur í Hrútafjarðará, sem Strengir leigja einnig. Er áin að nálgast 200 laxa og virðist stefna í mun betri veiði þar en í fyrra. Sömu sögu er að segja austan úr Breiðdalsá, sem nú hefur náð 100 löxum, sem er mun betri veiði en á sama tíma í fyrra.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert