Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur fest kaup á um 27% hlutafjár í Softa ehf. Við kaupin mun Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. verða jafnstór hluthafi og Hitaveita Suðurnesja sem verið hefur stærsti hluthafi félagsins um nokkurt skeið.
Softa ehf. hefur einkum þróað DMM, sem er sérhæfður hugbúnaður á sviði viðhaldsstjórnunar fyrir stóriðjur, orkuver og orkuveitur. Almenn sala hófst á hugbúnaðinum á innanlandsmarkaði á síðasta ári. Félagið hefur þróað hugbúnaðinn í nánu samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja undanfarin ár en nú mun áhersla vera lögð á sölu og markaðssetningu auk þess að þróa viðbætur við DMM og annarra sérhæfðra kerfa fyrir þennan markað. Hjá Softa ehf. eru nú um 8 stöðugildi. Áætlað er að velta félagsins á þessu ári verði 40-50 m.kr. og að reksturinn skili hagnaði.