Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn kaupir hlut í Tölvumiðlun

Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. hefur fest kaup á um 15% hlutafjár í Tölvumiðlun hf., samtals 600.000 krónur að nafnverði. Íslenski hugbúnaðarsjóðurinn er eini fagfjárfestirinn í hluthafahópi félagsins.

Tölvumiðlun hf. var stofnað 1985 af Eggerti Claessen og Ágústi Guðmundssyni og hefur m.a. framleitt launakerfið H-Laun. Þá hefur Tölvumiðlun sérhæft sig í upplýsingakerfum fyrir sveitarfélög. Hjá Tölvumiðlun starfar 21 starfsmaður. Seint á síðasta ári var rekstrarformi Tölvumiðlunar breytt úr einkahlutafélagi í hlutafélag með það að markmiði að opna félagið fyrir fagfjárfestum og gera starfsmönnum kleyft að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK