Gengið frá kaupum á Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni

Gengið hefur verið frá kaupum Íslandsbanka-FBA og fjárfestingarfélagsins Gildingar á 96,58% hlut í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni ehf. Kaupin eru gerð í framhaldi af kauptilboði sem Íslandsbanki-FBA gerði í lokuðu útboði meðal fjármálafyrirtækja í október síðastliðnum. Frá þeim tíma hefur áreiðanleikakönnun á fyrirtækinu verið gerð og er henni nú lokið. Í tilkynningu frá Íslandsbanka-FBA og Gildingu segir að stefnt sé að frekari eflingu Ölgerðarinnar og auknum umsvifum í rekstri. Ný stjórn muni taka við á næstu dögum.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. var stofnuð árið 1913. Fyrirtækið framleiðir gosdrykki, bjór og léttöl, bæði undir eigin vörumerkjum og annarra auk þess að stunda innflutning á sams konar vörum. Meðal þekktra vörumerkja fyrirtækisins eru Egils Appelsín, Maltextrakt, Egils Kristall og Egils Gull. Meðal þekktra vörumerkja samstarfsaðila eru Pepsi, Tuborg og Grolsch.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK