Tap af rekstri Skýrr nam 156 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs, en fyrir ári var 117 milljóna króna hagnaður á sama tímabili. Upphafleg rekstraráætlun félagsins gerði ráð fyrir um 120 milljóna króna hagnaði á þessu ári. Í tilkynningu Skýrr segir, að ljóst sé að sú áætlun muni ekki standast, ekki síst vegna breyttra reikningsskilareglna við mat hlutabréfa og lakari afkomu af rekstrinum sjálfum. Reiknað er þó með að reksturinn batni á síðari hluta ársins.
Varúðarniðurfærsla á hlutabréfaeign