Givenshire Ltd., sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar stjórnarformanns Pharmaco hf., keypti á mánudag 19,9 milljónir króna að nafnverði hlutafjár í Pharmaco. á verðinu kr. 80. Kaupverð hlutarins er því 1.592 milljónir króna.
Givenshire átti ekki áður hlut í Pharmaco. Eignarhlutur Björgólfs og aðila tengdum honum í Pharmaco er 184.713.891 að nafnverði eftir viðskiptin. Markaðsvirði þess er ef miðað er við gengið 80 tæpir 14,8 milljarðar króna eða rúmlega 30% af hlutafé í Pharmaco.
Aðalfundur Pharmaco verður haldinn næstkomandi föstudag.