Björgólfur Thor eykur hlut sinn í Pharmaco

Félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Pharmaco, hefur keypt 5,4% í Pharmaco af félögum tengdum Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarmanni í Pharmaco og stærsta hluthafa í Air Atlanta og Íslandsflugi. Félög í eigu Magnúsar eiga ekki hlut í Pharmaco eftir þessa sölu, en félög í eigu Björgólfs Thors eiga samanlagt 36,2%.

Gengið í viðskiptunum var 35 og verðmæti viðskiptanna 5.662 milljónir króna. Í fréttatilkynningu segir að ástæða sölunnar sé að Magnús hyggist beina kröftum sínum meira að fjárfestingum sínum í alþjóðlegri flugstarfsemi, en starfsemi Air Atlanta og Íslandsflugs hafi aukist mikið síðustu mánuði.

Markaðsverð 30% yfir verðmati

Í Hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings Búnaðarbanka segir að núverandi verð á markaði sé að mati deildarinnar hærra en réttlæta megi með hefðbundnum verðmatsaðferðum út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Verðmat greiningardeilda Landsbanka og Kaupþings Búnaðarbanka stendur óbreytt eftir birtingu níu mánaða uppgjörs Pharmaco á þriðjudag, en í Morgunkorni Íslandsbanka segir að verðmatið hafi verið hækkað um 4,6% í kjölfar uppgjörsins. Engu að síður sé verðmatið undir markaðsverðinu og fjárfestum sé ráðlagt að selja hlutabréf í Pharmaco.

139% hækkun frá áramótum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK