Virkjanir ógna laxinum

Virkjanir hafa eyðilagt flestar laxveiðiár í Noregi samkvæmt niðurstöðum opinberrar könnunar á stöðu laxveiðiá í landinu. Talið er að með því að auka vatnsrennsli í ánum náist mestur árangur við uppbyggingu ánna á ný. Jafnframt kemur fram í skýrslunni að staða flestra stofna sé batnandi og að veiðar stefni stofnunum ekki í hættu.

Talið er að 50 laxastofnar af 453 séu útdauðir. Af þessum 453 laxastofnum eru 204 taldir í góðu lagi. Vatnsmiðlun hefur haft neikvæð áhrif á 63 stofna og eru 17 þeirra taldir útdauðir. 12 stofnar eru taldir horfnir vegna mengunar og 10 vegna laxalúsar. 11 stofnar til viðbótar eru horfnir, fimm af þeim vegna vatnsmiðlunar og mengunar, fjórir vegna miðlunar og annarra utanaðkomandi þátta.

Auk þeirra 50 sem taldir eru útdauðir eru 28 taldir í hættu og tilvist 48 er ógnað.

Í skýrslunni segir að margt sé jákvætt í stöðunni. Fleiri laxár séu nú sjálfbærar en áður og nýliðun sé góð, en einnig hafi mengun minnkað og gæði vatnsins aukizt. Þá sé útbreiðsla sníkjudýra heft eða stöðvuð. Bezt sé að auka vatnsrennsli í þeim ám, sem dregið hefur úr rennsli í vegna virkjana, til að bæta stöðuna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK