Egils Lite fékk gull

Ölgerðin Eg­ill Skalla­gríms­son fékk gull­verðlaun fyr­ir Eg­ils Lite bjór í heims­meist­ara­keppni bjór­teg­unda í Banda­ríkj­un­um fyr­ir skemmstu.

Keppn­in heit­ir World Beer Cup 2006 og hef­ur verið hald­in af Sam­bandi banda­rískra bjór­fram­leiðenda frá 1996. At­hygli vakti að Eg­ils Lite skaut Foster’s ref fyr­ir rass í sín­um flokki, en ástr­alski bjórris­inn fékk silf­ur­verðlaun­in.

109 manns frá 18 lönd­um fengu það hlut­verk að dæma 2.221 bjór­teg­und frá 540 fram­leiðend­um í 56 lönd­um. Guðmund­ur Mar Magnús­son, brugg­meist­ari Ölgerðar­inn­ar, hef­ur haft veg og vanda af þróun Eg­ils Lite.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK