OECD varar við hugsanlegri ofhitnun danska hagkerfisins

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir í nýrri skýrslu um Danmörku, að danskur efnahagur sé blómlegur og uppskeri nú eftir vel skipulagðar efnahagsumbætur í aldarfjórðung. Hins vegar verði að grípa til ráðstafana til að tryggja að hagkerfið ofhitni ekki og leggur stofnunin m.a. til að eignarskattur, sem nú er 1%, verði þrefaldaður.

Áætlað er að verg landsframleiðsla vaxi um 3% á þessu ári og 2,4% árið 2007, en hagvöxtur mældist 3,1% á síðasta ári.

OECD segir, að danski seðlabankinn hafi fylgt ákvörðunum Seðlabanka Evrópu, en vextir á evrusvæðinu séu of „vaxtarvænir" fyrir danska hagkerfið. Því þurfi að grípa til aðgerða til að draga úr eftirspurn.

OECD segir, að halda eigi fast um efnahagsstjórnartaumana. Hætta eigi niðurgreiðslum húsnæðislánavaxta og halda áfram umbótum, einkum aðgerðum til að auka framboð á vinnumarkaði. Stytta eigi tímabil atvinnuleysisbóta og opna vinnumarkaðinn meira fyrir vinnuafli frá öðrum ríkjum Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK