Nektarfyrirsætur betri spákaupmenn en sérfræðingarnir

Tíu fyrrum nektarfyrirsætur tímaritsins Playboy hafa sýnt meiri glöggskyggni á bandaríska hlutabréfamarkaðinn en 75% sérfróðra spákaupmanna fjárfestingafyrirtækisins Morningstar. Þetta kemur fram á fréttavef Börsen.

Í janúar fékk vefurinn Tradingmarkets.com tíu fyrirsætur til að fjárfesta á markaðnum og fimm mánuðum síðar höfðu fjórar þeirra skilað meiri hagnaði en því sem samsvarar 4,56% hækkun S&P vísitölunnar á sama tímabili.

Samanlagður hagnaður fyrirsætanna er 7,87% en mestum hagnaði skiluðu fjárfestingar Amy Sue Cooper, sem árið 2005 var kjörin leikfang Playboy á Netinu. Hagnaður hennar nam 47,9% en mest græddi hún á fjárfestingum sínum í fyrirtækinu Pacific Ethanol en hlutabréf í því hækkuðu um 214% á tímabilinu.

Cooper kveðst einungis hafa stuðst við upplýsingar sem hún fékk úr fjölmiðlum en auk fjárfestinga sinna í Pacific Ethanol fjárfesti hún í fyrirtækjunum Dril-Quip (+86%), Indevus Pharmaceuticals (-8%), Microsoft (-9) og Amgen (-14%).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK