Magasin kært fyrir villandi auglýsingar

mbl.is/Ómar

Umboðsmaður neytenda í Danmörku hefur kært verslunarmiðstöðina Magasin, sem er í eigu Íslendinga, til lögreglunnar fyrir að birta villandi auglýsingar um páskana. Danskir fjölmiðlar segja, að umboðsmaðurinn hafi fengið margar kvartanir frá almenningi vegna auglýsingaherferðar Magasin.

Magasin birti auglýsingar í sjónvarpi, blöðum, auglýsingaspjöldum og á póstkortum þar sem sagt var að 25% afsláttur yrði veittur af öllum vörum í þrjá daga fyrir páskana. Þessi setning var þó merkt með stjörnu og á öðrum stað í auglýsingunum var lóðréttur texti með smáu letri þar sem stóð að afslátturinn gilti ekki fyrir valdar vörur og vörumerki.

Magasin sagði við umboðsmann neytenda, að um það bil 75% af öllum vörum í versluninni hefðu verið lækkuð um 25% þessa daga. Umboðsmaður telur hins vegar, að þegar notuð séu orðin „allar vörur", eigi tilboðið að gilda um allar vörur í versluninni, og ef undantekningar séu á því eigi að kynna þær með skýrum hætti. Á það hafi skort í þessu tilfelli og því hafi auglýsingaherferðin strítt gegn tiltekinni grein samkeppnislaga. Viðurlög við brotum á þeirri grein eru sektir. Lögreglustjórinn í Kaupmannahöfn mun rannsaka málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK