Ford gefur bensín með nýjum bílum

Bandarísku bílsmiðjurnar Ford ætla að gefa bensín með nýjum bílum, fyrir alls eitt þúsund dollara. Einnig bjóða þær bíla til sölu á vaxtalausum lánum. Allt er þetta gert til að laða að kaupendur, en fyrir viku tilkynntu General Motors-smiðjurnar að þær ætluðu að niðurgreiða bensín til þeirra sem keyptu nýja bíla hjá þeim.

Í tilkynningu frá Ford segir að viðskiptavinir sem kaupi nýja Ford-bifreið fái annaðhvort bensínkort með eitt þúsund dollara innistæðu, eða samsvarandi afslátt af bílnum. Haft er eftir fréttaskýranda að þetta sé „eitthvert höfðinglegasta tilboð sem sést hefur lengi“.

Tilboðin frá Ford og GM eru sögð til marks um hversu örvæntingarfullir bílaframleiðendur séu orðnir. Mikið tap hefur verið hjá Ford undanfarin ár, og sala dróst saman um fjögur prósent á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Sölutölur bílaframleiðenda fyrir maí verða birtar í dag, og er því spáð að GM komi sérlega illa út vegna þess hve mjög verksmiðjurnar hafi reitt sig á framleiðslu á jeppum og pallbílum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK