Fasteignamarkaðurinn að kólna

Útlán bankanna til íbúðakaupa námu tæpum 7,5 milljörðum króna í maí og hafa ekki verið lægri í einstökum mánuði síðan að bankarnir komu fyrst inn á íbúðalánamarkaðinn árið 2004. Í sama mánuði á síðasta ári námu íbúðalán bankanna 19,1 milljarði. Meðallánsfjárhæð hvers láns er nú um 9,5 milljónir.

Þetta kemur fram í Vegvísi Greiningardeildar Landsbankans í dag og er vitnað til talna frá Seðlabankanum. Landsbankinn segir, að samdrátturinn í íbúðalánum bankanna rími vel við það hvernig dregið hafi úr hækkunum fasteignaverðs á síðustu mánuðum.

„Að okkar mati mun fasteignamarkaðurinn kólna umtalsvert fljótlega vegna mikils framboðs nýbygginga og hærri vaxta. Við spáum 5% hækkun fasteignaverðs á þessu ári, sem felur í sér að fasteignaverð ætti að haldast óbreytt að meðaltali það sem eftir er ársins. Við útilokum þó ekki að verðið hækki eitthvað áfram, en fari svo lækkandi þegar líður á haustið. Frekari verðhækkanir nú auka því líkur á verðlækkunum síðar," segir í Vegvísi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK