Glitnir segir að aðgerðir ríkisins hefðu átt að hefjast fyrr

Lengi hef­ur verið á það bent að rétt viðbrögð stjórn­valda við þeirri upp­sveiflu í efna­hags­líf­inu sem nú er að enda væri að draga úr fram­kvæmd­um sín­um. Með þeim hætti væri best myndað rými í hag­kerf­inu fyr­ir hinar miklu stóriðju­fram­kvæmd­ir. Það er sorg­leg staðreynd að þó svo að þetta hafi verið vitað nokkuð áður en yf­ir­stand­andi þenslu­skeið hófst og þannig næg­ur tími verið til aðgerða, þá var lítið sem ekk­ert gert. Fjár­fest­ing­ar hins op­in­bera juk­ust við upp­haf þessa þenslu­skeiðs. Þá hefði átt að ráðast í þær aðgerðir sem farið er út í nú, að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is um þær aðgerðir sem rík­is­stjórn Íslands kynnti í gær.

Þar kem­ur fram að aðgerðir rík­is­ins sem til­kynnt var um í gær séu vel til þess falln­ar að draga úr verðbólgu sem er mik­il um þess­ar mund­ir eða um 8%. Þær ættu þannig að ná mark­miði sínu. Aðgerðirn­ar fel­ast í að draga úr fram­kvæmd­um hins op­in­bera og út­lán­um Íbúðalána­sjóðs. Sam­drátt­ur verður í fjár­fest­ing­um og neyslu á næst­unni. Aðgerðir stjórn­valda munu auka við þenn­an sam­drátt og hjálpa þannig til við að koma hag­kerf­inu í jafn­vægi.

„Ljóst er að verð íbúðar­hús­næðis mun lækka á næst­unni. Lang­tíma­vext­ir hafa hækkað, aðgengi að láns­fé versnað og kaup­mátt­ur rýrnað. Þá er mikið fram­boð af nýju hús­næði að koma inn á markaðinn. Aðgerðir stjórn­valda sem til­kynnt var um í gær um að lækk­un láns­hlut­falls og há­marks­láns Íbúðalána­sjóðs kem­ur til með að valda því að þessi vænt­an­lega verðlækk­un verður meiri en ella og það vinn­ur á móti verðbólg­unni. Hér er um að ræða þátt rík­is­valds­ins í ný­legu sam­komu­lagi aðila vinnu­markaðar­ins þar sem leit­ast var við að bæta kjör launa­manna.

Stærsti hluti sparnaðar þessa launa­manna er hins veg­ar fólg­in í hús­næði og segja má að ávinn­ingi af hækk­un per­sónu­afslátt­ar, hækk­un barna­bóta, end­ur­skoðun vaxta­bóta og launa­hækk­un­um sé að hluta til kippt til baka með því að rýra verðgildi þessa sparnaðar," að því er seg­ir í Morgun­korni Glitn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK