Bankastjórn Seðlabanka Japans ákvað á fundi sínum í dag að hækka stýrivexti bankans um fjórðung úr prósenti. Lýkur þar með fimm ára núllvaxtatímabili bankans. Eru stýrivextir bankans því 0,25%. Er hækkun vaxtanna nú í samræmi við stefnu annarra seðlabanka en vextir hafa víða verið hækkaðir undanfarna mánuði til þess að stemma við verðbólgu.
Í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Japans kemur fram að bankinn muni hækka vexti áfram ef þörf er á en þeir muni samt áfram haldast mjög lágir í einhvern tíma.