Wal-Mart flýr Þýskaland

Wal-MART, stærsta versl­un­ar­keðja heims, hef­ur nú gefið upp á bát­inn til­raun­ir sín­ar til þess að ná fót­festu á þýsk­um smá­sölu­markaði. Starf­sem­in verður seld keppi­nautn­um Metro og munu 85 versl­an­ir því bæt­ast við hjá Metro en talið er að æv­in­týrið hafi kostað Wal-Mart um millj­arð doll­ara.

Sænska fréttaþjón­ust­an TT grein­ir frá því að Wal-Mart hafi fyrst numið land í Þýskalandi árið 1997 en þýsk­ir keppi­naut­ar, sér­stak­lega Metro og Aldi, hafi bar­ist hat­ramm­lega fyr­ir sínu og því hafi banda­ríska keðjan ekki getað vaxið í sam­ræmi við áætlan­ir. Á síðustu árum hef­ur Wal-Mart þurft að loka nokkr­um versl­un­um.

Velta fyr­ir­tæk­is­ins í Þýskalandi á síðasta ári var um tveir millj­arðar evra, sam­svar­andi um 190 millj­örðum króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK