„Engin ástæða til að takmarka aðgang rúmenskra og búlgarskra ríkisborgara að íslenskum vinnumarkaði"

Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins segir enga ástæðu til þess að takmarka aðgang rúmenskra og búlgarskra ríkisborgara að íslenskum vinnumarkaði í kjölfar þess að umrædd ríki gerast aðilar að ESB og EES um næstu áramót.

Í erindi sem Ragnar flutti á ráðstefnu um íslenskan vinnumarkað í kjölfar stækkunar ESB, sagði að þvert á móti beri íslendingum að taka vel á móti þessum nýju aðildarríkjum EES með öllum þeim réttindum og skyldum sem aðild hefur í för með sér. Þenslan á íslenskum vinnumarkaði sé líklega sú mesta í allri álfunni og greiður aðgangur erlends starfsfólks hafi verið grundvallarforsenda þess hagvaxtar og þeirra lífskjarabóta sem Íslendingar hafi notið undanfarin ár. Þetta kemur fram á fréttavef SA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK