Norsk Hydro ætlar að leggja niður eða selja verksmiður sínar sem framleiða vörur úr áli í náinni framtíð. Eivind Reitan, forstjóri Hydro, segir að álframleiðslan skipti æ minna máli fyrir fyrirtækið og því hafi stjórn þess tekið þá ákvörðun um að skera niður í álframleiðslunni með því að leggja niður verksmiðjur eða láta aðra meðeigendur taka við rekstri þeirra.
Reitan segir að lítil arðsemi af álframleiðslu sé ástæða þess að Hydro vilji nú skera niður. Alls starfa um 1.700 manns við álframleiðslu hjá Norsk Hydro.
Aðgerðir stjórnar Norsk Hydro stangast á við vilja atvinnumálaráðherrans, Dag Terje Andersen sem fer með hlutafé norska ríkisins í Hydro. Bæði hann og launþegasamtökin LO hafa hvatt Hydro til að auka álframleiðslu sína. eru verksmiðjur sem framleiða vörur úr áli