Grettir og Blátjörn sameinast

Eignarhaldsfélagið Grettir ehf. og Blátjörn ehf. voru í dag sameinuð undir nafni Grettis, eftir að eignarhaldsfélagið Hansa ehf. keypti 33,6% hlut í fyrrnefnda félaginu. Eftir sameiningu félaganna eru helstu eigendur Grettis Sund ehf. með 49,05%, Hansa ehf. með 28,51% og Opera fjárfestingar ehf. með 20,6%. Aðrir fjárfestar eiga um 1,84% í félaginu.

Grettir hf. keypti í dag 6,76% af Landsbankanum í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. á genginu 17,3. Jafnframt seldi félagið Landsbankanum 9,9% hlut sinn í TM á genginu 41. Í framhaldinu seldi félagið allan hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingabanka hf. eða 16,74% til Samson Global Holdings og var gengi bréfanna í viðskiptunum 17,3. Helstu eignir Grettis ehf. eftir viðskiptin eru 12% hlutur í Avion Group, 26% í Icelandic Group og 27,9% í TM.

Heildareignir Grettis eru um 40 milljarðar króna og er eigið fé um 60%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK