Markaðsvirði félaga í Kauphöll hefur aukist um 403 milljarða á árinu

Markaðsvirði skráðra félaga á Aðallista Kauphallar Íslands nam 2.218 milljörðum króna í lok október sem er um 6 milljörðum lægra en það var í lok september. Aftur á móti hefur markaðsvirðið aukist um rúma 403 milljörðum króna frá áramótum og ef horft er 12 mánuði aftur í tímann þá hefur það aukist um tæplega 651 milljarð króna.

Í Hálf fimm fréttum KB banka kemur fram að markaðsvirði Glitnis jókst mest í október eða um rúma 45,5 milljarða. Þar á eftir kom Avion sem bætti rúmlega 10 mö.kr. við markaðsvirði sitt í mánuðinum. Þá jókst markaðsvirði Bakkavarar um rúmlega 5 milljarða. Mesta lækkunin var hinsvegar á markaðsvirði Landsbankans sem dróst saman um rúmlega 12 milljarða króna. Næst mest lækkaði markaðsvirði Straums-Burðaráss og Kaupþings banka eða um rúmlega 9 milljarða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK