Raddir um landflótta eða aðrar róttækar aðgerðir verða sífellt háværari. Þetta eru allt vandamál sem má tengja með beinum hætti framkvæmd og takmörkunum fjármála- og hagstjórnar landsins. Nú þegar kosningar eru í nánd er mikilvægt að skoða þessi mál í víðara samhengi, að því er segir í Skoðun Viðskiptaráðs Íslands.
Langtímahagsmunir verða að hafa forgang á skammtímaávinning, þótt einhver atkvæði séu í húfi. Viðskiptaráð telur brýnt að halda uppi virkri umræðu í tengslum við þessi málefni enda er langtímajafnvægi í þjóðarbúskap ein af grundvallarstoðum samkeppnishæfs hagkerfis.