Hagnaður FL Group 11 milljarðar fyrstu níu mánuði ársins

mbl.is

Hagnaður FL Group nam 11 milljörðum króna fyrstu níu mánuði ársins samanborið við 6,6 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam 11,3 milljörðum króna sem er rúmlega 40% aukning frá sama tímabili í fyrra er hann nam 8 milljörðum króna.

Í tilkynningu til Kauphallar Íslands kemur fram að hagnaður fyrir skatta er 36,1 milljarður króna fyrir skatta á fyrstu tíu mánuðum ársins en FL Group seldi í september öll hlutabréf sín í Icelandair Group.

Hagnaður FL Group fyrir skatta fyrstu níu mánuði ársins 2006 nam 11.317 milljónum króna samanborið við 8.030 milljón króna hagnað á sama tímabili síðasta árs. Eftir skatt nemur hagnaður FL Group 10.978 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins, en hann nam 6.575 milljónum króna fyrstu níu mánuði síðasta árs. Á þriðja ársfjórðungi 2006 skilaði FL Group 5.257 milljón króna hagnaði eftir skatta en á sama tíma í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 4.642 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingastarfsemi fyrir skatt fyrstu níu mánuði ársins nam 8.620 milljónum króna en á sama tíma í fyrra var hann 6.153 milljónir.

Heildareignir FL Group við lok þriðja ársfjórðungs nema 229,5 milljörðum króna og hafa aukist um 36,9 milljarða frá lokum annars ársfjórðungs.

Bókfært eigið fé félagsins við lok þriðja ársfjórðungs nam 112,2 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall FL Group við lok þriðja ársfjórðungs er 48,9%, að teknu tilliti til fjármögnunar á fyrirframgreiðslum vegna kaupa á Boeing 737 800 flugvélum. Handbært fé í lok þriðja ársfjórðungs nam 16,2 milljörðum króna.

Hagnaður Icelandair tæpir 4 milljarðar fyrir skatta

Hagnaður Icelandair Group fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) fyrstu níu mánuði ársins nam 5.720 milljónum króna. Á þriðja ársfjórðungi nam EBITDA 4.421 milljónum króna og er í samræmi við væntingar. Afkoma Icelandair Group fyrir skatt fyrstu níu mánuði ársins var 3.939 milljónir króna. Afkoma þriðja ársfjórðungs var 3.056 milljónir króna fyrir skatt.

Tap Sterling fyrir skatta 1.402 milljónir króna

Tap Sterling fyrir fjármagnsliði og afskriftir (EBITDA) fyrstu níu mánuði ársins var 877 milljónir króna. Að frádregnum einskiptiskostnaði var EBITDA hagnaður um 163 milljónir króna. Á þriðja ársfjórðungi nam EBITDA Sterling fyrir afskriftir 1.294 milljónum króna, en 1.525 milljónum króna að frátöldum einskiptiskostnaði.

Tap Sterling fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 var 1.402 milljónir króna. Að frádregnum einskiptiskostnaði á fyrstu níu mánuðum ársins nam tapið fyrir skatt á tímabilinu 362 milljónum króna. Hagnaður þriðja ársfjórðungs fyrir skatt nemur 1.124 milljónum króna en 1.355 milljónum króna þegar einskiptiskostnaður er frátalinn.

Tilkynning til Kauphallar Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK