deCODE, móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, hefur gefið út skuldabréf til fagfjárfesta að upphæð 65 milljónir bandaríkjadala, jafngildi 4,5 milljarða íslenskra króna. Skuldabréfið ber 3,5% vexti, kemur á gjalddaga 2011 og verður selt á 70% nafnverði. Skuldabréfið er breytanlegt, sem þýðir að hægt er að breyta bréfinu í hlutabréf á 14 Bandaríkjadali á hvern hlut frá og með apríl 2009.