Gengi bréfa 365 hrapar

Gengi hlutabréfa 365, áður Dagsbrúnar, hefur lækkað um nærri 8,3% í nærri 20 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um tæplega 8% miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar sl. fimmtudag þegar síðast urðu viðskipti með bréfin.

Dagsbrún var sl. föstudag skipt upp í 365 og Teymi. Bæði félögin eru skráð í Kauphöll Íslands og var miðað við upphafsgengið 4,58% sem var lokagengi bréfa Dagsbrúnar. Nú er gengi bréfa 365 skráð 3,87 en gengi bréfa Teymis er nú skráð 4,47.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK