Gengi hlutabréfa 365, áður Dagsbrúnar, hefur lækkað um nærri 8,3% í nærri 20 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Í gær lækkaði gengi bréfa félagsins um tæplega 8% miðað við lokagengi bréfa Dagsbrúnar sl. fimmtudag þegar síðast urðu viðskipti með bréfin.
Dagsbrún var sl. föstudag skipt upp í 365 og Teymi. Bæði félögin eru skráð í Kauphöll Íslands og var miðað við upphafsgengið 4,58% sem var lokagengi bréfa Dagsbrúnar. Nú er gengi bréfa 365 skráð 3,87 en gengi bréfa Teymis er nú skráð 4,47.