Afkoma Dagsbrúnar versnar um 5.232 milljónir milli ára

Fjölmiðlar 365 eru til húsa í Skaftahlíðinni
Fjölmiðlar 365 eru til húsa í Skaftahlíðinni mbl.is/Sverrir

Af­koma Dags­brún­ar á fyrstu níu mánuðum árs­ins hef­ur versnað um 5.232 millj­ón­ir króna á milli ára en á fyrstu níu mánuðum árs­ins nam tap fé­lags­ins 4.678 millj­ón­um króna. Á sama tíma­bili í fyrra nam hagnaður Dags­brún­ar 554 millj­ón­um króna. Tap á þriðja árs­fjórðungi nam 3.156 millj­ón­um króna sam­an­borið við 233 millj­ón króna hagnað á sama tíma­bili í fyrra.

Gjald­fært virðisrýrn­un­ar­tap vegna viðskipta­vild­ar, kostnaður vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar fé­lags­ins og gjald­færður stofn­kostnaður vegna 365 Media veg­ur þyngst á upp­gjörs­tíma­bil­inu (fyrstu níu mánuði árs­ins) eða um 3.691 millj­ón­um króna.

Ef litið er til af­komu ein­stakra deilda Dags­brún­ar þá nam hagnaður (EBIT) fjar­skipta­hluta 1.242 millj­ón­um króna, tap fjöl­miðla nam 1.963 millj­ón­ir króna, upp­lýs­inga­tækni­svið skilaði 428 millj­ón­um króna í tap og fjár­fest­ing­ar­svið 920 millj­ón króna tapi.

Tekj­ur Dags­brún­ar (nú 365 hf.) námu alls 36.132 millj­ón­um króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins til sam­an­b­urðar við 10.866 millj­ón­ir kr. á sama tíma­bili 2005.

Tekj­ur á þriðja árs­fjórðungi námu 15.956 millj­ón­um og juk­ust um 12.101 millj­ón frá sama tíma­bili 2005.

EBITDA af reglu­legri starfs­semi fyr­ir óvenju­lega liði fyrstu níu mánuði árs­ins nam 3.789 millj­ón­um króna sam­an­borið við 2.319 millj­ón­ir króna fyr­ir sama tíma­bil 2005. Óvenju­leg­ir liðir sem höfðu áhrif á EBITDA á fyrstu níu mánuðum árs­ins námu 1.191 millj­ón króna og varð því EBITDA að teknu til­liti til þeirra liða 2.598 millj­ón­ir króna.

EBITDA af reglu­legri starfs­semi fyr­ir óvenju­lega liði á þriðja árs­fjórðungi nam 1.693 millj­ón­um króna en óvenju­leg­ir liðir sem höfðu áhrif á EBITDA árs­fjórðungs­ins námu 1.007 millj­ón­um króna.

Rekstr­artap fyr­ir fjár­magns­gjöld nam 2.069 millj­ón­um króna á fyrstu níu mánuðum árs­ins til sam­an­b­urðar við 1.214 millj­óna króna hagnað á sama tíma­bili 2005.

Gjald­fært virðisrýrn­un­ar­tap vegna viðskipta­vild­ar nam 2.500 millj­ón­um á 3. árs­fjórðungi.

Gjald­færður kostnaður vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar fé­lags­ins nam 694 millj­ón­um króna á 3. árs­fjórðungi.

Gjald­færður stofn­kostnaður vegna 365 Media DK nam 313 millj­ón­um króna á 3. árs­fjórðungi.

Til­kynn­ing til Kaup­hall­ar Íslands

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK