Erlendum ríkisborgurum var gert að greiða samtals 6.253 milljónir króna í skatta og útsvar hér á landi við álagningu skattyfirvalda í sumar vegna tekna sem þeir öfluðu hér á síðasta ári. Alls greiddu 16.340 erlendir ríkisborgarar skatta á Íslandi vegna tekna sem þeir öfluðu hér í fyrra.
Þessar upplýsingar um skattaálagningu á útlendinga hér á landi fengust hjá Ríkisskattstjóra, en þær voru unnar sérstaklega fyrir Morgunblaðið.
Heildarskattgreiðslur þessa hóps eru reiknaðar að frádregnum endurgreiðslum vegna barnabóta og vaxtabóta.
Almennur tekjuskattur sem lagð ur var á útlendinga hér á landi var 2.946 milljónir kr. og útsvar til sveitarfélaganna nam 3.446 milljónum. Þá greiddu erlendir ríkisborgarar 26 milljónir í sérstakan tekjuskatt (hátekjuskatt) og álagður fjármagnstekjuskattur var 144 milljónir kr.
Sjá nánar í sunnudagsblaði Morgunblaðsins