Viðskiptahalli kominn í 205 milljarða króna

Viðskiptahallinn á þriðja ársfjórðungi var alls 80,8 milljarðar samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í dag. Á fyrstu níu mánuðum ársins nam viðskiptahallinn 205,3 milljörðum króna samanborið við 103,1 milljarðs króna halla árið áður. Greiningardeild Landsbankans segir að líkur hafi aukist á vaxtahækkun eftir að þessar tölur birtust og að Seðlabankinn hækki vexti um 0,25% á fundi sínum 21. desember.

Halli er á öllum liðum viðskiptajafnaðar, þ.e. vöruskipta-, þjónustu-, þáttatekna og rekstrarframlaga. Seðlabankinn segir, að jöfnuður þáttatekna hafi versnað sýnu mest á þriðja fjórðungi ársins, sem rekja megi til hækkunar erlendra skulda og vaxtahækkana á lánamörkuðum erlendis. Einnig veldur mikill hagnaður innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila þar miklu um því hann er færður til gjalda í jöfnuði þáttatekna og endurfjárfestur á sama tíma í fyrirtækjunum, þ.e. sem bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi.

Hreint fjárinnstreymi nam 199,5 milljörðum ká fyrstu níu mánuðum ársins. Seðlabankinn segir, að fjárinnstreymið skýrist að stærstum hluta af erlendum lántökum banka og fyrirtækja. Erlendar fjárfestingar námu um 703 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2006.

Tilkynning Seðlabankans

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK