Straumur Burðarás og dótturfélag bankans, Iða fjárfesting, hefur selt allan sinn hlut í 365 hf., eða 9,23% af heildarhlutafé félagsins. Er það Fons eignarhaldsfélag, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, sem keypti hlutinn. Eftir kaupin á Fons og tengdir aðilar 14,85% hlut í 365.
Alls er um 303.451.832 hluti að ræða sem seldir voru á genginu 4,08 og er söluvirðið því 1.238.083.475 krónur.