Leggja niður vinnu í Iceland

Hundruð bílstjóra og lagerstarfsmanna hjá bresku matvörukeðjunni Iceland, sem er í eigu Baugs, í Enfield í norðurhluta London, lögðu niður vinnu í gær til þess að ítreka launakröfur sínar. Verkfallið stendur yfir í sólarhring en frekari aðgerðir eru fyrirhugaðar í mánuðinum, að því er segir á bresku fréttaveitunni Sky.

Peter Kavanagh, talsmaður verkalýðsfélagsins TGW, sagði aðgerðina koma í kjölfar þess að félagsmenn hefðu hafnað tilboði fyrirtækisins um 2,4% launhækkun. Fyrirhugað væri að endurtaka sólarhringsverkfall næstkomandi föstudag og hinn 21. desember nk. hyggjast starfsmennirnir leggja niður vinnu í tvo sólarhringa verði launakröfum þeirra ekki mætt. Starfsmennirnir vinna á vöru- og dreifingarmiðstöð sem sér um vörudreifingu til 180 verslana Iceland á Lundúnasvæðinu, en miðstöðin er ekki rekin af Iceland heldur fyrirtækinu DHL Exel.

Kavangh segir bæði DHL og Iceland ganga mjög vel þessi misserin. Þannig sjái Iceland sér fært að styrkja raunveruleikasjónvarpsþáttinn I'm Celebrity... Get Me Out of Here, á meðan þeir neiti að deila hagnaði félagsins með starfsmönnunum sem sjái til þess að vörur fyrirtækisins komist í hillur verslananna. Þá er greint frá því að 63 ára starfsmaður, sem tók þátt í mótmælunum, hafi þurft að leita sér læknishjálpar eftir að hafa orðið fyrir árás öryggisvarða DHL en atvikið hefur verið kært til lögreglu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK