Fjárfest án sérfræðinga

Danska blaðið Jyllandsposten og hlutabréfasérfræðingar hjá Dansk Aktie Analyse hafa að venju kjörið besta fjárfestingasjóð ársins og að þessu sinni varð BG Invest númer eitt, að sögn Jyllandsposten. Engir verðbréfasérfræðingar starfa hjá sjóðnum.

Viðskiptin fara fram með þeim hætti að félagar fjárfesta sjálfir með aðstoð netsins en fá aðeins upplýsingar um gengi bréfanna hjá sjóðnum. Ekki er um að ræða neina stýringu á kaupunum af hálfu sjóðsins. "Það er fyndið og umhugsunarefni að gengissjóður skuli sigra. En það merkir alls ekki að við vísum á bug stýringu á verðbréfakaupum," segir forstjóri BG Invest, Carsten Koch.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK