Forstjóraskipti hjá TM Software

Friðrik Sigurðsson.
Friðrik Sigurðsson. mbl.is/Golli

Friðrik Sigurðsson, forstjóri TM Software, hefur ákveðið að láta af störfum frá og með 1. janúar næstkomandi. Friðrik stofnaði TM Software undir nafni TölvuMynda fyrir 20 árum og hefur verið forstjóri félagsins síðan. Fram kemur í tilkynningu að Friðrik hafi tilkynnt um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. Við starfi forstjóra tekur Ágúst Einarsson sem verið hefur framkvæmdastjóri TM Software–Infrastructure Management frá 2003.

TM Software er með starfsemi í 11 löndum og rúmlega 1800 viðskiptavini um allan heim. Ársvelta nemur á fimmta milljarð króna en um helmingur tekna fyrirtækisins kemur erlendis frá. Innri Hjá TM Software starfa um 450 manns.

Ágúst Einarsson hefur verið framkvæmdastjóri TM Software – Infrastructure Management frá 2003. Áður starfaði hann í fjögur ár sem svæðisstjóri fyrir Navision Software, tvö ár sem framkvæmdastjóri fyrir SAP og IBM hugbúnað á Íslandi og fimm ár sem framkvæmdastjóri TrackWell Software. Ágúst hlaut MS-gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Álaborg 1990 með áherslu á stjórnunaráætlanir og upplýsingatækni og BS-gráðu í vélaverkfræði frá sama háskóla frá 1988.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK