Lággjaldaflugfélag sektað fyrir útsölu á flugmiðum

Nýtt kínverskt lágfargjaldaflugfélag sem seldi flugmiða fyrir 70 krónur hefur verið sektað fyrir að brjóta lög um verðstjórnun ríkisstjórnarinnar í Kína. Dótturfélag Spring Airlines var sektað um 150 þúsund júan eða 1,3 milljónir króna fyrir að selja 400 farseðla á leiðinni milli Sjanghæ og borgarinnar Jian í austurhluta landsins fyrir 1 júan eða um 70 krónur en venjulegt fargjald aðra leiðina er um 910 júan eða 63 þúsund krónur.

Kínverskum flugfélögum er bannað að bjóða afslætti sem eru hærri en 45 prósent af því verði sem ríkisstjórnin ákveður. Spring Airlines er með bækistöð í Sjanghæ og er meðal minnstu flugfélaga landsins og berst um markaðshlutdeild á innanlandsmarkaðnum þar sem þrjú stærstu flugfélögin eru ríkisrekin.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK