Alcan fjárfestir í álverum í Kanada

Alcan Inc., móðurfélag álversins í Straumsvík og annar stærsti álframleiðandi í heimi, ætlar að fjárfesta fyrir um 1,8 milljarða Bandaríkjadollara, eða liðlega 120 milljarða íslenskra króna, í álframleiðslu í Quebec-fylki í Kanada. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta fyrirtækisins í Quebec muni aukast um 450 þúsund tonn við þessar fjárfestingar. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef Bloomberg-fréttastofunnar.

Segir í fréttinni að fylkisstjórnin í Quebec muni útvega Alca 30 ára vaxtalaust lán að fjárhæð 400 milljónir Kanadadollara, um 24 milljarða íslenskra króna, til að styðja við bygginga nýrra álvera. Fyrirtækið muni jafnframt njóta 112 milljóna Kanadadollara skattaívilnunar, liðlega 6 milljarða króna. Þá segir að samningar milli fylkisstjórnarinnar og Alcan geri ráð fyrir að þessar ívilnanir falli niður ef fyrirtækið flytur höfuðstöðvar sínar frá Quebec, eða ef það verður yfirtekið af öðru fyrirtæki.

Hátt verð á áli

Í frétt Bloomberg segir að hátt verð á áli að undanförnu eigi stærstan þátt í því að Alcan hafi ákveðið að auka framleiðslugetu sína í Quebec. Verðið hefur verið yfir 2.000 Bandaríkjadalir fyrir tonnið í rúmt ár á málmmarkaðnum í Lundúnum. Verðið hefur verið í kringum 2.800 dollarar að undanförnu.

Eins og fram hefur komið hefur Alcan lýst áhuga á að stækka álver fyrirtækisins í Straumsvík. Ekkert hefur þó verið ákveðið í þeim efnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK