Ísland dýrasta land Evrópu

Sterk staða krónunnar gerði Ísland að dýrasta landi Evrópu.
Sterk staða krónunnar gerði Ísland að dýrasta landi Evrópu. mbl.is/Július

Norska hagstofan hefur gert samanburð á neysluvísitölu Evrópulanda á árunum 2003 til 2005 og þar kemur fram að Noregur og Danmörk deila öðru sæti en Ísland er efst á blaði því hér er verðlag 50% hærra en meðaltal sem tekið var af verðlagi á vörum og þjónustu í löndunum Evrópusambandsins.

Efstu sætin fyrir utan Ísland verma Danmörk, Noregur og Sviss en í neðstu sætunum eru nýjustu meðlimir ESB ásamt Búlgaríu, Makedóníu, Rúmeníu og Tyrklandi.

Sterk króna gerði Ísland að dýrasta landi Evrópu
Þetta kemur einnig fram í tölum sem Eurostat lagði nýlega fram en Norðmenn hugga sig við að þeir mælast einnig með næsthæstu vergu landsframleiðsluna á meðan ísland er í fimmta sæti í þeirri töflu.

Norska hagstofan tekur fram að staða gjaldmiðla skipti höfuðmáli í svona samanburði og að þó að Ísland tróni efst með titilinn „dýrasta land í Evrópu” þá sé ekki hægt að skella skuldinni á meiri verðlagshækkun hér en annarsstaðar heldur á hina gríðarlegu styrkingu krónunnar.

Vefsíða norsku Hagstofunnar: Statistisk Sentralbyro

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK