Husqvarna kaupir Gardena í Þýskalandi

Sænska fyrirtækið Husqvarna hefur keypt starfsemi garðvörufyrirtækisins Gareda í Þýskalandi á 730 milljónir evra, 67,2 milljarða króna. Tilgangur kaupanna er að útvíkka starfsemi Husqvarna í sölu á garðvörum.

Gardena í Þýskalandi var áður í eigu fjárfestingarfélagsins Industri Kapital og verða kaupin endanlega frágengin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Meðal þess sem Husqvarna framleiðir fyrir garðyrkju eru trjáklippur, sláttuvélar og laufblásara.

Hlutabréf í Husqvarna, sem var skilið frá Electrolux fyrr á árinu, hækkuðu um 6,2% í Kauphöllinni í Stokkhólmi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK