Íslenskir neytendur bjartsýnir

Vænt­inga­vísi­tala Gallup var 139,2 stig í des­em­ber og hef­ur ekki verið hærri frá því mæl­ing­ar hóf­ust í mars 2001. Neyt­end­ur meta nú­ver­andi ástand í efna­hags- og at­vinnu­mál­um mjög gott og skýr­ir það að mestu hátt gildi vísi­töl­unn­ar. Bæði vísi­tala fyr­ir nú­ver­andi ástandi og vænt­inga­vísi­tala fyr­ir ástandið eft­ir 6 mánuði náðu nýju há­marki nú í des­em­ber.

Fram kem­ur í Veg­vísi Lands­bank­ans, að vísi­tala fyr­ir­hugaðra stór­kaupa, sem reiknuð er árs­fjórðungs­lega, hafi hækkað um 3,3 stig í des­em­ber frá því í sept­em­ber. Þessi vísi­tala lækkaði á milli mæl­inga í tveim­ur síðustu mæl­ing­um, í sept­em­ber og júní, en er þó lægri en hún var í mars sl.

Vísi­tala fyr­ir­hugaðra stór­kaupa er meðaltal fyr­ir vísi­töl­ur bif­reiðakaupa, hús­næðis­kaupa og kaupa á ut­an­lands­ferðum. Neyt­end­ur fyr­ir­huga minni bif­reiðakaup en áður, en held­ur fleiri ut­an­lands­ferðir. Fyr­ir­huguð fast­eigna­kaup vaxa mikið miðað við mæl­ing­ar í sept­em­ber og júní. Auk­in bjart­sýni neyt­enda get­ur gefið til kynna aukna einka­neyslu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK