Íslenskir neytendur bjartsýnir

Væntingavísitala Gallup var 139,2 stig í desember og hefur ekki verið hærri frá því mælingar hófust í mars 2001. Neytendur meta núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum mjög gott og skýrir það að mestu hátt gildi vísitölunnar. Bæði vísitala fyrir núverandi ástandi og væntingavísitala fyrir ástandið eftir 6 mánuði náðu nýju hámarki nú í desember.

Fram kemur í Vegvísi Landsbankans, að vísitala fyrirhugaðra stórkaupa, sem reiknuð er ársfjórðungslega, hafi hækkað um 3,3 stig í desember frá því í september. Þessi vísitala lækkaði á milli mælinga í tveimur síðustu mælingum, í september og júní, en er þó lægri en hún var í mars sl.

Vísitala fyrirhugaðra stórkaupa er meðaltal fyrir vísitölur bifreiðakaupa, húsnæðiskaupa og kaupa á utanlandsferðum. Neytendur fyrirhuga minni bifreiðakaup en áður, en heldur fleiri utanlandsferðir. Fyrirhuguð fasteignakaup vaxa mikið miðað við mælingar í september og júní. Aukin bjartsýni neytenda getur gefið til kynna aukna einkaneyslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK