Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's hefur lækkað lánshæfismat á langtímaskuldbindingum Landsvirkjunar í erlendum myntum lækkaði í A+ úr AA- og eru horfur stöðugar. Lánshæfismat á efnahag félagsins lækkaði einnig í A+ úr AA- og eru horfur áfram neikvæðar. Þá lækkaði S&P lánshæfiseinkunina á langtímaskuldbindingum í innlendri mynt í AA úr AA+.
Í fréttatilkynningu frá S&P kemur fram að ástæða lækkunarinnar sé lækkun lánshæfis ríkissjóðs Íslands.